|

Um félagiđ
Bjarmaland

Lög:

 

Lög  félags atvinnuveiđimanna viđ  refa og  minkaveiđar.

 

1.     gr.

Félagiđ heitir; Bjarmaland; Félag atvinnuveiđimanna viđ refa og minkaveiđar. Félagssvćđiđ er allt landiđ. Heimili ţess og varnarţing er heimili formanns.

 

2.     gr.

Félagar geta ţeir orđiđ sem hafa ţađ ađ atvinnu ađ stunda minka og refaveiđar fyrir ríki, sveitarfélög og einstaklinga eđa leggja ţví starfi liđ svo sem međ gildru og skothúsveiđum í sátt og samvinnu viđ ríki, sveitarfélög og landeigendur.

 

3.     gr.

Tilgangur félagsins er:

 

ˇ Ađ standa vörđ um sameiginlega hagsmuni ţeirra sem hafa atvinnu af ţví ađ stunda refa og minkaveiđar.

 

ˇ Ađ vinna ađ ţví ađ útrýma mink úr íslenskri náttúru og ađ halda  ref í skefjum og koma í veg fyrir tjón af völdum  villiminks og tófu.

 

ˇ Ađ taka ađ sér verkefni fyrir ríki, sveitarfélög og einstaklinga sem ţurfa ađ verjast tjóni af völdum villiminks og tófu.

 

ˇ Ađ leiđbeina um veiđar og ađgerđir til ţess ađ koma í veg fyrir tjón af völdum villiminks og tófu.

         

4.     gr.

Tekna til starfsemi félagsins skal aflađ međ; a) félagsgjöldum sem ákveđin eru á ađalfundi félagsins hverju sinni;  b) öđrum ţeim ađferđum sem stjórn félagsins telur árangursríkar, enda sé slík ákvörđun kynnt á nćsta ađalfundi félagsins.

 

5.     gr.

Stjórn félagsins skipa fimm menn og skulu ţeir kosnir á ađalfundi félagsins, ásamt fimm varamönnum. Stjórnarađild skal vera landshlutaskipt ţannig ađ hver landshluti eigi sinn fulltrúa í ađal og varastjórn Norđurland,  Suđurland,  Austurland,  Vesturland og Vestfirđir og er stjórnar og varastjórnarmönnum ćtlađ ađ leiđa félagsstarfiđ hver í sínum landshluta milli ađalfunda.

Á ađalfundi skal kjósa tvo skođunarmenn reikninga og varamenn ţeirra. s

 

6.     gr.

Ađalfund skal halda árlega á ţeim tíma sem best hentar hverju sinni, samkvćmt ákvörđun stjórnar félagsins. Á ađalfundi gerir stjórnin grein fyrir störfum félagsins á liđnu ári og leggur fram tillögur til verkefna nćsta árs. Hún skal einnig leggja fram endurskođađa reikninga félagsins og úrskurđar ađalfundur niđurstöđur ţeirra.

Á milli ađalfunda skal halda aukafundi eftir ţví sem stjórn félagsins telur ţörf á, einnig ef minnst 10%  félagsmanna óskar ţess.

 

7.     gr.

Tillögur til lagabreytinga skal tilkynna međ ađalfundarbođi. Einnig skal bođa meiriháttar framkvćmdaáćtlanir međ ađalfundarbođi.

 

8.     gr.

Atkvćđisrétt á fundum félagsins hafa allir félagsmenn sem greitt hafa árgjald. Ađalfund skal bođa međ ţeim hćtti sem best hentar hverju sinni og međ minnst tíu daga fyrirvara.

 

9.     gr.

Lögum félagsins má ađeins breyta á ađalfundi og ţarf til ţess a.m.k. 2/3 hluta atkvćđa fundarmanna.

 

 

 

Ţannig samţykkt á ađalfundi 23 apríl 2005.